Hér getur ađ líta skólastýruna skeleggu međ slćđutrefilinn skemmtilega.
Hér getur ađ líta skólastýruna skeleggu međ slćđutrefilinn skemmtilega.

Litla íþróttahátíðin er árviss viðburður hjá „litlu grunnskólunum“ á norðanverðum vestfjörðum. Þá hittast ungir nemendur og skemmta sér saman í leik, starfi og keppni. Að þessu sinni voru það Þingeyringar sem buðu til keppni og þarf ekki að orðlengja frekar þá gestrisni og gleðilegheit sem þeir sýndu ungum nemendum og öldnum kennurum. Hafi þeir þakkir fyrir.


Verkefnin voru mörg og keppnirnar sumar nýstárlegar sem börnin þurftu að glíma við í Dýrafirðinum, allt í anda góðrar samvinnu og prúðrar framkomu.


Eitt af skemmtilegri verkefnunum sem krakkarnir tókust á við þennan dag var að puttaprjóna kynjaskepnu eina sem fékk viðurnefnið slæðutrefill. Svo vel tókst til með verkið að áveðið var að skora á skólastjóra skólanna til að ganga með slæðuskepnuna skemmtilegu í fáeina daga og taka svo mynd af sér með slæðutrefilinn, til þess að setja á heimasíðu skólans.

 

Að sjálfsögðu tók skólastjóri Súðavíkurskóla áskoruninni af mikilli festu, gekk með skepnuna daglangt
eins og lög gerðu ráð fyrir og birtir nú mynd af sér með puttaprónsslæðutrefilinn á heimasíðu skólans.


Að lokum þökkum við Dýrfirðingum fyrir móttökurnar.


Skrifað af,


Pétri Markan

Fleiri fréttir

Vefumsjón