fimmtudagurinn 4. júní 2015

Skólaferðalag í Reykjanes

Bjartur og Guðjón
Bjartur og Guðjón
1 af 15

Við áttum saman framúrskarandi miðvikudag í gær. Fórum með Benedikt Vatnsfirðingi rútubílstjóra inn í Reykjanes í hæglátri, þurri norðangolu. Þar gengum við smávegis, inn að gömlu lauginni, skoðuðum Saltverkið og auðvitað var farið í sund!! Í góðan klukkutíma svömluðu börnin og ærsluðust, busluðu og köfuðu, köstuðu og stukku. Síðan grilluðum við pylsur og drukkum Svala í frábærri tjaldsvæðisaðstöðunni þeirra Reyknesinga. Á heimleiðinni stoppuðum við í Litla-Bæ og skoðuðum hús og híbýli manna og dýra. Svo þáðum við dýrindis vöfflur hjá staðarhöldurunum Sigríði og Kristjáni. Þess má og geta að allnokkrir hnúfubakar óðu út Skötufjörðinn þegar við ókum fyrir hann á heimleiðinni. Þvílík veisla sem dagurinn var.

Fleiri fréttir

Vefumsjón