mánudagurinn 11. desember 2017

Gítarkennara vantar

Okkur í tónlistardeild Súðavíkurskóla vantar gítarkennar við skólann.

Um er að ræða 25% kennslu, miðað við innritaða nemendur. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 2.janúar 2018.

Helstu hæfniskröfur: Tónlistarmenntun eða reynsla af uppeldis-og kennslustörfum með börnum. Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.  Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður. Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.

Umsóknum skal skilað til skólastjóra á netfangið annalind@sudavik.is fyrir 22.desember n.k.

 

Anna Lind Ragnarsdóttir

skólastjóri

 

 

mánudagurinn 20. nóvember 2017

Dagur íslenskrar tungu

Síðast liðinn fimmtudag, 16.nóvember er Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur. Nemendur og kennarar Súðavíkurskóla komu saman á sal skólans og þar var m.a. voru lesin ljóð og sögur og auðvitað sungið. Þessi viðburður er alltaf jafn skemmtilegur og alltaf gaman þegar allir taka þátt.

föstudagurinn 13. október 2017

Bleikur dagur í Súđavíkurskóla

1 af 3

Í dag föstudaginn 13. október mættum við bleikklædd í skólann. Við vildum þannig sýna stuðning við báruttuna gegn brjóstakrabbameini - og brjóta svolítið upp hverdaginn í leiðinni. Nemendur og kennarar sýndu sérdeilis hugkvæmni í fatavali og mátti sjá bleikar flíkur af öllum stærðum og gerðum á göngum skólans.

Fleiri fréttir

Vefumsjón