Bókasafn
Bókasafn Súðavíkurhrepps er nú flutt úr Súðavíkurskóla og er staðsett í Kaupfélaginu. Við erum búin að búa til ,,Barnabókasafn,, hérna í skólanum og verður það fyrir alla nemendur skólans. Reynt er að gera þá aðstöðu fallega og hlýlega þannig að öllum líði þar vel. Nemendum er leyft að fara þangað í ákveðnum tímum og þegar laus stund myndast hjá þeim. Reynt er að hvetja alla nemendur til að lesa sem mest bæði til gagns og yndis.