mánudagurinn 14. október 2019
Íţróttahátíđ í Bolungarvík
Fimmtudaginn 10.okt sl, var komið að hinni árlegu íþróttahátíð í Bolungarvík fyrir nemendur í 8.-10.bekk.
Okkar krakkar fóru og kepptu í hinum ýmsu greinum ásamt nemendum frá öðrum skólum á Vestfjörðum. Þetta er orðinn fastur liður í skólahaldi og alltaf gríðarlega gaman fyrir nemendur að hittast og hafa gaman af. Starfsmenn í grunnskólanum í Bolungarvík eru orðnir snillingar að halda svona uppákomur, það þarf mikið skipulag og góða samvinnu til þess að þetta virki og það gerir það alltaf. Við þökkum kærlega fyrir okkur.