Kofrasel

Leikskóladeildin

 

Haustið 2019 stunda 11 nemendur á aldrinum 1-5 ára nám í leikskólanum. Þar af verður einn nemandi í samkennslu. Dagskipulag og stunda­skrá leikskólans eru skipulögð út frá aldri og þroska hvers barns. Börnunum er skipt í hópa eftir aldri og viðfangsefnin valin í samræmi við það.

 

Deginum er skipt þannig að börnin fái bæði skipulögð verkefni og frjálsan leik. Leikurinn er í öndvegi sem aðal náms- og þroskaleið barna á þessum aldri.

Leikskólinn er fyrsta skólastigið í skólakerfinu og ber honum að starfa í samræmi við lög og reglugerðir um leikskóla. Menntamálaráðuneytið fer með málaflokk leikskóla eins og annarra skóla í landinu. Starfsmenn sitja fund með skólastjóra eins oft og þurfa þykir.

Leikskólinn í samstarfi við Skóla– og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar annast sérkennslu fyrir þá nemendur sem þess þurfa.

 

Uppeldis- og námssvið leikskólans eru:

- umönnun og daglegar venjur

- leikurinn

- mál og málörvun                                                                                 

- myndsköpun og myndmál

- tónlist - hljóð og hreyfing

- náttúran

- samfélagið

 

Markmið leikskólans eru að:

- efla sjálfsmynd barna

- barnið  öðlist virðingu og viðurkenningu og læri að treysta á eigin verðleika

- að barnið finni öryggi og læri að taka frumkvæði og sýna tillitssemi

- að barnið læri að móta sínar eigin skoðanir, koma þeim á framfæri og taka á móti skoðunum annarra

- að styrkja börnin fyrir skólagöngu með samkennslu (elstu börn leikskóla með yngstu börnum grunnskóla)

 

 Starfsmenn leikskóladeildar

 

Anna Sigurðardóttir, Eyrardalur 1, S: 456-4962    ( 07:45- 16:00)  

   ( 08:00 – 16:00) 

Leikskóladeildin Kofrasel

Leikskóli Súðavíkur tók til starfa 1986. Eftir snjóflóðin 1995 var byggðin flutt á öruggt svæði þar sem Súðavíkurbyggð stendur nú. Súðavíkurskóli sem ávallt hafði staðið í um kílómeters fjárlægð frá gamla þorpinu en stendur nú í hjarta byggðarinnar. Skömmu eftir flóð hófst stafsemi leikskólans að nýju og þá í myndlistarstofu Súðavíkurskóla. Þessar sérstöku aðstæður urðu upphafið að nánari samstarfi leik- og grunnskóla en áður þekktust. Þegar uppbygging hófs í nýju byggðinni var ákveðið að byggja leikskólahúsnæði við skólahúsnæði Súðavíkurskóla. Lágu þar tvær ástæður að baki. Annarsvegar hagræðing og hins vegar aukin tækifæri í skólamálum.

 

Þegar leikskólinn flutti í nýtt húsnæði árið 1996 var hafist handa við að koma á markvissu samstarfi leik- og grunnskóla undir heitinu Heiltækur skóli. Var í því verkefni horft til samkennslu leik- og grunnskólabarna og samvinnu starfsfólks í leik- og grunnskóla. Byrjað var á verkgreinum þar sem elstu börn leikskólans svokallaður 0. bekkur naut samkennslu í grunnskólanum.

 

Í dag hefur þetta þróast í 12 stunda samkennslu í bóklegum og verklegum greinum með 1.2.og 3. bekk. Lögð er áhersla á að þau kynnast grunnþáttum skólastarfsins og þeim hefðum sem tengjast Súðavíkurskóla, eins og að bjóða góðan dag, kveðja með handabandi og bíða í röð. Samkennslan er unnin í samvinnu leik- og grunnskólakennara og þess gætt að börnin vinni á sínum forsendum með gleði og ánægju að leiðarljósi.

 

Sumarið 2007 fékk leikskólinn nafnið Kofrasel. Íbúar og gestir Súðavíkur sendu inn tillögur að nafni á leikskólann og bárust rúmlega 50 tillögur. Dómnefnd valdi nafnið út frá tengingu við helsta kennileiti Álftafjarðar fjallið Kofra sem stendur ofan byggðarinnar. Kofrasel stendur á milli fjalls og fjöru í fögru umhverfi Álftafjarðar. Það er stutt í náttúruna og tenginu við samfélag og sögu. Við erum dugleg að vera úti og hreyfum okkur mikið þá lærum að klæða okkur eftir veðri og þekkja styrk okkar.

 

Velkomin í heimsókn

Börn og starfsfólk Kofrasels.

Fleiri fréttir

Vefumsjón