mánudagurinn 23. mars 2020

Árshátíđ fellur niđur

Árshátíð Súðavíkurskóla sem vera átti laugardaginn 28.mars nk, fellur niður vegna covid 19.

 

Skólastjóri

miđvikudagurinn 18. mars 2020

Tilmćli

Smitrakningarteymi almannavarna og sóttvarnalæknis vill árétta eftirfarandi:

 

Einstaklingur fer í sóttkví ef hann hefur:

·       Mögulega umgengist einstakling með nýja kórónuveirusýkingu

·       Verið á áhættusvæði en er ekki ennþá veikur sjálfur.

 

Aðrir á heimilinu sem ekki voru útsettir fyrir smitinu þurfa EKKI í sóttkví. Ef um ungt barn er að ræða er nauðsynlegt að fullorðinn einstaklingur fari í sóttkví með barninu.

 

Mikilvægt er að skipuleggja umgengni á heimilinu þannig að þeir sem eru í sóttkví og hinir séu sem allra minnst á sömu svæðum íbúðarinnar. Í sameiginlegum rýmum eins og á salerni og í eldhúsi þarf að gæta sérstaks hreinlætis.

 

Sóttkví vegna COVID-19 eru 14 dagar frá þeim degi sem einstaklingur var nálægt smituðum einstakling. Ef einstaklingur í sóttkví fær einkenni á hann að hringja í heilsugæsluna sína næsta virka dag til að fá sýnatöku.

 

Frekari leiðbeiningar vegna sóttkvíar í heimahúsi er að finna á https://www.covid.is/flokkar/sottkvi.is og www.landlæknir.is

Vinsamlega kynnið ykkur leiðbeiningarnar vel. Ef spurningar vakna má hafa samband við netspjall á www.heilsuvera.is

 

 

ţriđjudagurinn 7. janúar 2020

Leikskóladeild Súđavíkurskóla fćr gjöf

Það var heldur betur gaman í dag þegar tveir fulltrúar frá Kiwanisfélaginu Básar á Ísafirði komu færandi hendi fullt af kössum, fullum af ýmsum þroska leikföngum og þroskatólum. Við fengum semsagt peningargjöf frá félaginu og máttum kaupa það sem börnum okkar á leikskólanum vantaði helst. Við gerðum það og eins og sést á myndinni þá er þetta afraksturinn. Við erum óendanlega þakklát fyrir þessa rausnalegu gjöf, kærar þakkir.

Fyrri síđa
1
234567868788Nćsta síđa
Síđa 1 af 88

Fleiri fréttir

Vefumsjón