föstudagurinn 4. maí 2018

Suđurferđ í úrslit

1 af 2

Með sigri sameiginlegs liðs Suðureyrar og Súðavíkur í Vestfjarðarrili Skólahreystis tryggðum við okkur sæti í úrslitum. Úrslitin fóru fram í Laugardalshöllinni í beinni útsendingu á rúv 2.maí sl.

Í liðinu voru Flóki Hrafn Markan, Súðavík (upphífingar og dýfur), Hjördís Harðardóttir, Suðureyri (armbeygjur og hang), Hera Magnea Kristjánsdóttir, Suðureyri (hraðabraut), Ragnar Berg Eiríksson, Súðavík (hraðabraut), Gabríel Bjarkar Eiríksson, Súðavík (varamaður) og Þórunn Birna Bjarnadóttir, Suðureyri (varamaður). Aðalþjálfarar á Suðureyri voru Þormóður Logi Björnsson, skólastjóri og Sara Hrund Signýjardóttir kennari, aðalþjálfari í Súðavík var Karlotta Dúfa Markan. 

Liðsmenn ásamt þjálfurum flugu suður keppnisdaginn og leigðu bíl, ýmislegt þurfti að gera áður en æfingar í höllinni byrjuðu. Á meðan keyrðu stuðningsmenn beggja skóla ásamt kennurum í rútu til Reykjavíkur og æfðu slagorð. 

Þegar stuðningsliðið mætti í höllina fengu allir fjólubláaboli merkta skólunum sem skólastjóri Suðureyrar hafði pantað og sótt fyrr um daginn. 

Það var mikil spenna í loftinu þegar keppnin byrjaði. Stuðningsmenn öskruðu og hvöttu sína keppendur og stóð okkar fólk sig gríðarlega vel, bæði keppendur og stuðningsmenn. Þjálfarar okkar keppnismanna höfðu lagt mikla áherslu á það fyrir keppnina að allir settu sér það markmið að bæta sig. Þótt önnur lið séu á vellinum er keppnin fyrst og fremst við sjálfan sig, að gera betur í dag en í gær.

Öll sýndu þau gríðarlegar framfarir og persónuleg met þeirra féllu reglulega. Liðið endaði í 7.sæti af 12, í frumraun sinni í úrslitum Skólahreystis og erum við öll að springa úr stolti. Það voru hressir og ánægðir krakkar sem yfirgáfu höllina þetta kvöld. Umræðan í rútunni snéri að mestu að því hverjir yrðu í liðinu að ári liðnu og hvort þau kæmust lengra þá. Áður en farið var að sofa í Hólmaseli horfðu krakkarnir á Skólahreysti á sarpinu http://www.ruv.is/spila/ruv/skolahreysti/20180505

 

Morguninn var tekinn snemma og farið niður í bæ að skoða borgarsögusafnið. Við skiptum þeim í tvo hópa, yngri og eldri ásamt starfsmönnum, fór annar hópurinn á safnið á meðan hinn fór í göngutúr í bænum. Þegar eldri hópurinn fór í göngutúr um Austurvöll lentum við í miðri töku á íslensku myndinni Ófærð 2, við fengum að fylgjast með tökunni og það var nú alveg til að toppa ferðina. Síðan var farið í sund og allir fengu að borða áður en lagt var af stað heim. Frábær ferð með frábæru fólki. Sumir nemendur höfðu það á orði að við þyrftum að fara oftar suður, það væri svo gaman. Það er ljóst að svona ferðir gefa nemendum annan lærdóm en það sem kennt er í kennslustofunni, því upplifun verður aldrei kennd. 

Við viljum þakka þeim fyrirtækjum og velunnurum skólanna, kærlega fyrir að gera okkur kleift að fara í þessa ferð en þau eru:  KLOFNINGUR, FISHERMAN, HG, AIR ICELAND CONNECT, SEA ANGLING. Kærar þakkir fyrir okkur án ykkar stuðnings hefði þetta aldrei orðið að þeirri ferð sem varð.

 

Að lokum þá voru krakkarnir okkur öllum til mikils sóma og við hvetjum alla til að ræða við þau, óska þeim til hamingju og spyrja út í ferðalagið, keppendur jafnt sem stuðningsmenn.

 

Skólastjóri

 

mánudagurinn 9. apríl 2018

Árshátíđ 2018

Laugardaginn 14.apríl nk. verður hin árlega árshátíð Súðavíkurskóla haldin með pomp og prakt í Samkomuhúsinu okkar klukkan 14:00. Að þessu sinni verður sýnd okkar útfærsla á leikritinu ,,Grámann í Garðshorni,,eftir Þórunni Pálsdóttur.

Að lokinni sýningu verður kaffihlaðborð í Súðavíkurskóla, í boði foreldrafélagsins og þar verður greiddur aðgangseyrir, fyrir sýningu og kaffi. Allur ágóði rennur óskertur til nemenda skólans.

 

Allir hjartanlega velkomnir

 

Skólastjóri

ţriđjudagurinn 13. mars 2018

Sigur í Lífshlaupinu 2018

Eins og margir vita þá er lífshlaupið heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. Lífshlaupið fer fram á hverju ári í febrúar, tvær vikur fyrir nemendur og þrjár vikur fyrir starfsmenn. Allir eru hvattir til þess að hreyfa sig sem mest, minnst hálf tíma á dag. Það er óhætt að segja að nemendur og starfsmenn Súðavíkurskóla taka þessu verkefni af fullri alvöru og standa sig með prýði og hafa unnið til verðlauna á hverju ári. Þetta árið varð engin breyting á, Nemendur unnu fyrstu verðlaun og það gerðu starfsmenn skólans líka. Í tilefni þessa, veitti sveitarstjórinn Pétur Markan, fyrir hönd sveitarstjórnar Súðavíkurhrepps, skólanum skólahreysti áhöld (íþrótta áhöld) að gjöf og bauð síðan öllum upp á tertu og með því í tilefni þessa frábæra árangurs.

Skólahreysti áhöldin koma að góðum notum því þetta skólaárið eru þrír strákar úr unglingadeild skólans að taka þátt í Skólahreysti ásamt þremur stúlkum úr unglingadeildinni á Suðureyri. Þarna sameinast tveir fámennir skólar og búa til eitt lið til að keppa í Skólahreysti 2018. Undankeppnin fer fram í Reykjavík 21.mars n.k. og mikil tilhlökkun er fyrir keppnina.

Við þökkum Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps kærlega fyrir gjöfina og vitum að hún á eftir að koma að góðum notum fyrir alla.

Takk fyrir okkur

 

Skólastjóri

Fleiri fréttir

Vefumsjón