þriðjudagurinn 13. mars 2018

Sigur í Lífshlaupinu 2018

Eins og margir vita þá er lífshlaupið heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. Lífshlaupið fer fram á hverju ári í febrúar, tvær vikur fyrir nemendur og þrjár vikur fyrir starfsmenn. Allir eru hvattir til þess að hreyfa sig sem mest, minnst hálf tíma á dag. Það er óhætt að segja að nemendur og starfsmenn Súðavíkurskóla taka þessu verkefni af fullri alvöru og standa sig með prýði og hafa unnið til verðlauna á hverju ári. Þetta árið varð engin breyting á, Nemendur unnu fyrstu verðlaun og það gerðu starfsmenn skólans líka. Í tilefni þessa, veitti sveitarstjórinn Pétur Markan, fyrir hönd sveitarstjórnar Súðavíkurhrepps, skólanum skólahreysti áhöld (íþrótta áhöld) að gjöf og bauð síðan öllum upp á tertu og með því í tilefni þessa frábæra árangurs.

Skólahreysti áhöldin koma að góðum notum því þetta skólaárið eru þrír strákar úr unglingadeild skólans að taka þátt í Skólahreysti ásamt þremur stúlkum úr unglingadeildinni á Suðureyri. Þarna sameinast tveir fámennir skólar og búa til eitt lið til að keppa í Skólahreysti 2018. Undankeppnin fer fram í Reykjavík 21.mars n.k. og mikil tilhlökkun er fyrir keppnina.

Við þökkum Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps kærlega fyrir gjöfina og vitum að hún á eftir að koma að góðum notum fyrir alla.

Takk fyrir okkur

 

Skólastjóri

Fleiri fréttir

Vefumsjón