Skólareglur

Í Súðavíkurskóla ætlum við að standa saman um að stöðva yfirgang, dónaskap, einelti og ofbeldi.

Í Súðavíkurskóla höfum við valið okkur ákveðin gildi sem við ætlum að standa vörð um.
Þessi gildi eru:

Véllíðan
 sem felur í sér  viðurkenningu, gleði og góðan starfsanda

Virðing sem felur í sér vandvirkni, tillitssemi og traust

Heiðarleiki sem felur í sér hreinskilni, sáttfýsi og samstöðu.

 

Framfarir sem felur í sér framvindu í námi, starfi, samskiptum og leik.



Brot á skólareglum

Kennarar og nemendur skulu gera sér far um að leysa þau mál sem upp koma.

Fari svo að kennari neyðist til að vísa nemanda úr kennslustund vegna ónæðis eða brota á reglum skólans, þá gilda eftirfarandi reglur:

Fyrsta brottvísun - Viðkomandi kennari hefur samband við umsjónarkennara eða skólastjóra samdægurs. Það er þó háð eðli brotsins.

Önnur brottvísun - Viðkomandi kennari skal hafa samband við forráðamenn samdægurs eða ef ástæða er talin til halda fund með nemanda, forráðamanni og jafnvel umsjónarkennara.

Ef málið leysist ekki mun skólastjóri sitja fund með ofantöldum aðilum og reyna að komast að viðunandi niðurstöðu.

Starfsfólk skólans skal gæta þess að taka á vandamálum jafnóðum og þau koma upp. Þess skal jafnan gætt að vísa nemanda ekki úr kennslustund nema full ástæða sé til.

Fleiri fréttir

Vefumsjón