Kofrasel

Leikskóladeildin

 

Haustið 2019 stunda 11 nemendur á aldrinum 1-5 ára nám í leikskólanum. Þar af verður einn nemandi í samkennslu. Dagskipulag og stunda­skrá leikskólans eru skipulögð út frá aldri og þroska hvers barns. Börnunum er skipt í hópa eftir aldri og viðfangsefnin valin í samræmi við það.

 

Deginum er skipt þannig að börnin fái bæði skipulögð verkefni og frjálsan leik. Leikurinn er í öndvegi sem aðal náms- og þroskaleið barna á þessum aldri.

Leikskólinn er fyrsta skólastigið í skólakerfinu og ber honum að starfa í samræmi við lög og reglugerðir um leikskóla. Menntamálaráðuneytið fer með málaflokk leikskóla eins og annarra skóla í landinu. Starfsmenn sitja fund með skólastjóra eins oft og þurfa þykir.

Leikskólinn í samstarfi við Skóla– og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar annast sérkennslu fyrir þá nemendur sem þess þurfa.

 

Uppeldis- og námssvið leikskólans eru:

- umönnun og daglegar venjur

- leikurinn

- mál og málörvun                                                                                 

- myndsköpun og myndmál

- tónlist - hljóð og hreyfing

- náttúran

- samfélagið

 

Markmið leikskólans eru að:

- efla sjálfsmynd barna

- barnið  öðlist virðingu og viðurkenningu og læri að treysta á eigin verðleika

- að barnið finni öryggi og læri að taka frumkvæði og sýna tillitssemi

- að barnið læri að móta sínar eigin skoðanir, koma þeim á framfæri og taka á móti skoðunum annarra

- að styrkja börnin fyrir skólagöngu með samkennslu (elstu börn leikskóla með yngstu börnum grunnskóla)

 

 Starfsmenn leikskóladeildar

 

Anna Sigurðardóttir, Eyrardalur 1, S: 456-4962    ( 07:45- 16:00)  

   ( 08:00 – 16:00) 

Fleiri fréttir

Vefumsjón