Leikskóladeildin Kofrasel

Leikskóli Súðavíkur tók til starfa 1986. Eftir snjóflóðin 1995 var byggðin flutt á öruggt svæði þar sem Súðavíkurbyggð stendur nú. Súðavíkurskóli sem ávallt hafði staðið í um kílómeters fjárlægð frá gamla þorpinu en stendur nú í hjarta byggðarinnar. Skömmu eftir flóð hófst stafsemi leikskólans að nýju og þá í myndlistarstofu Súðavíkurskóla. Þessar sérstöku aðstæður urðu upphafið að nánari samstarfi leik- og grunnskóla en áður þekktust. Þegar uppbygging hófs í nýju byggðinni var ákveðið að byggja leikskólahúsnæði við skólahúsnæði Súðavíkurskóla. Lágu þar tvær ástæður að baki. Annarsvegar hagræðing og hins vegar aukin tækifæri í skólamálum.

 

Þegar leikskólinn flutti í nýtt húsnæði árið 1996 var hafist handa við að koma á markvissu samstarfi leik- og grunnskóla undir heitinu Heiltækur skóli. Var í því verkefni horft til samkennslu leik- og grunnskólabarna og samvinnu starfsfólks í leik- og grunnskóla. Byrjað var á verkgreinum þar sem elstu börn leikskólans svokallaður 0. bekkur naut samkennslu í grunnskólanum.

 

Í dag hefur þetta þróast í 12 stunda samkennslu í bóklegum og verklegum greinum með 1.2.og 3. bekk. Lögð er áhersla á að þau kynnast grunnþáttum skólastarfsins og þeim hefðum sem tengjast Súðavíkurskóla, eins og að bjóða góðan dag, kveðja með handabandi og bíða í röð. Samkennslan er unnin í samvinnu leik- og grunnskólakennara og þess gætt að börnin vinni á sínum forsendum með gleði og ánægju að leiðarljósi.

 

Sumarið 2007 fékk leikskólinn nafnið Kofrasel. Íbúar og gestir Súðavíkur sendu inn tillögur að nafni á leikskólann og bárust rúmlega 50 tillögur. Dómnefnd valdi nafnið út frá tengingu við helsta kennileiti Álftafjarðar fjallið Kofra sem stendur ofan byggðarinnar. Kofrasel stendur á milli fjalls og fjöru í fögru umhverfi Álftafjarðar. Það er stutt í náttúruna og tenginu við samfélag og sögu. Við erum dugleg að vera úti og hreyfum okkur mikið þá lærum að klæða okkur eftir veðri og þekkja styrk okkar.

 

Velkomin í heimsókn

Börn og starfsfólk Kofrasels.

Fleiri fréttir

Vefumsjón