Við kunnum að kenna íslensku
Fjölmenning í leikskóla
Í Kofraseli er stuðst við verkefni Huldu Karenar Daníelsdóttur "Við kunnum að kenna íslensku" við íslenskukennslu barna með annað móðurmál. Þær aðferðir sem verkefnið byggir á eru þessar:
Við kinkum kolli, brosum, bendum og segjum.
Við erum þolinmóð og gefum okkur tíma til að hlusta.
Við teljum upp að fimm þegar við bíðum eftir svari.
Við kunnum að umorða og einfalda mál okkar.
Við tölum skýrt og á eðlilegum hraða og ekki of hátt.
Við notum svipbrigði og líkamstjáningu og alltaf líka talmálið.
Við endurtökum á réttan hátt í stað þess að leiðrétta.
Við notum sjónrænar stoðir í umhverfi okkar.
Við hlæjum saman að mistökum okkar.
Við notum íslensku og hvetjum aðra til þess.
Við segjum líka á íslensku þegar við notum ensku.
Við segjum hlutina saman í kór.
Við tryggjum að gagnkvæmur skilningur sé til staðar. Við spyrjum hvað sagði ég, hvað meinti ég?
Við bjóðum upp á val. Við spyrjum ekki hvað viltu, heldur bendum við og spyrjum: Viltu ost eða viltu smjör? Viltu vatn eða viltu safa?
Við komum skilaboðum beint til viðkomandi.