miđvikudagurinn 28. september 2016

Árleg gróđursetning í Súđavíkurskóla

Lagt af stađ í gróđursetningarferđ.
Lagt af stađ í gróđursetningarferđ.
1 af 7

Föstudaginn 23. september gróðursettum við í Súðavíkurskóla tré í blíðskaparveðri. Í þetta sinn völdum við nýtt svæði rétt neðan við sístækkandi "skólaskóginn" því ætlunin er að stækka hann til austurs. Eins og venjulega settum við áburð í kringum nýgróðursett trén auk þess sem nemendur hlúðu að eldri trjám, rifu sinu frá þeim og settu áburð. Að því loknu fundu nemendur sín eigin tré, en öll eiga þau tré sem merkt eru með nöfnum barnanna. Vaninn er að mæla hæð trjánna árlega og athuga þannig ársvöxtinn. Þetta var góður og ánægjulegur útivistardagur eins og myndirnar bera með sér.

Fleiri fréttir

Vefumsjón