fimmtudagurinn 14. desember 2006

Foreldraviđtöl

Þá er haustprófum lokið og komið að foreldraviðtölum sem fram fara á morgun 15. desember.  Nemendur hafa þegar fengið miða með sér heim þar sem greint er frá því hvenær viðkomandi á að mæta með aðstandanda/endum sínum.

Dagskráin í framhaldinu verður síðan á þann veg, að á mánudaginn 18. des., mæta allir með litina sína, skæri og lím í skólann kl. 08.10 því við ætlum að föndra aðeins.  Jólagrín skólans verður síðan haldið þriðjudaginn 19. desember og hefst það stundvíslega kl. 16.00.  Að endingu verða litlu jólin haldin miðvikudaginn 20. des. milli kl. 10.00 og 12.00.  Nemendur skulu þá mæta með sparinesti (nammi og gos ef þeir vilja), kerti og jólapakka (að verðmæti allt að 500 kr.).

Við kennarar og annað starfsfólk skólans viljum koma á framfæri þökkum til nemenda og aðstandenda fyrir samstarfið á árinu og óskum ykkur öllum gleðilegra jóla.

Fleiri fréttir

Vefumsjón