mánudagurinn 23. apríl 2012

Frábćr árshátíđ

Þá er árshátíð skólans lokið og tókst hún með eindæmum vel. Krakkarnir stóðu sig frábærlega vel allir sem einn. Áhorfhendur voru sammála um að þetta hafi verið frábært leikrit. Höfundar þess eru Margrét Lilja og Pétur Markan, ég óska þeim innilega til hamingju með þetta frábæra verk. Þá lék hljómsveit skólans undir nokkur lög úr verkinu en sveitina skipa, Eggert Nielson, Jóhanna Rúnarsdóttir, Eggert Eggertsson, Pétur Markan og Egill Bjarni Helgason. Eitt lagið sem flutt var hafði að geyma texta sem Sigrún Oddsdóttir (móðir Millu) samdi um Álftafjörðinn okkar fagra, einnig samdi Eggert Nielson lag og texta í Candy song laginu sem flutt var. Ég óska nemendum og starfsfólki hjartanlega til hamingju með þessa frábæru sýningu, þið eruð öll skólanum til sóma.

 

 

Fleiri fréttir

Vefumsjón