ţriđjudagurinn 20. mars 2007

Fréttatilkynning 15. mars 2007

Heimili og skóli óskar eftir tilnefningum til foreldraverðlauna

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra verða veitt 15.maí 2007 í 12. sinn. Að auki verða veitt  hvatningarverðlaun til einstaklinga og skóla ef tilefni þykir til. 

Leitað er eftir tilnefningum um einstaklinga, sveitarfélög eða skóla sem hafa stuðlað að: 
-   árangursríkum leiðum við að efla samstarf foreldra og kennara 
-   jákvæðum hefðum í samstarfi heimila og skóla 
-   því að brúa bilið milli foreldra og nemenda


Í ár verður sérstaklega horft til eftirfarandi viðfangsefna:            
- Markvisst, öflugt og skipulagt starf foreldraráðs eða foreldrafélags            
- Þróunarverkefna sem taka til samstarfs heimila og skóla            
- Nýbúafræðslu þar sem markvisst er unnið með foreldrasamstarf             
- Sveitarfélög sem styðja markvisst við foreldrasamtök og foreldra í sínu sveitarfélagi

Sérstök dómnefnd  sem í sitja fulltrúar frá Skólastjórafélagi Íslands, KHÍ, svæðasamtökum foreldra, fræðsluskrifstofum og fulltrúum frá Heimili og skóla mun velja verkefni til verðlauna sem uppfylla eitt eða fleiri af ofangreindum viðmiðum og sem eru í samræmi við þau skilyrði að: Verkefnið hafi skýran tilgang; Verkefnið hafi fest rætur og sýni fram á varanleika; Foreldrar komi með einhverjum hætti að verkefninu.
 Tilnefningaraðilar eru foreldrafélög, foreldraráð, kennarar, skólastarfsmenn, skólastjórar, skólanefndir, nemendur, sveitarstjórnarmenn eða einstaklingar. Senda skal inn tilnefningar á rafrænan hátt með því að fylla út eyðublað áwww.heimiliogskoli.is . Síðasti skiladagur tilnefninga er 4. apríl 2007.

Í fyrra hlaut Stóra  upplestrarkeppnin Ingibjörg Einarsdóttir og Baldur Sigurðsson fyrir frumkvöðlastarf og óeigingjarna vinnu í þágu keppninnar. Baldur Sigurðsson, dósent í KHÍ og Ingibjörg Einarsdóttir, skrifstofustjóri Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar eru upphafsmenn keppninnar og hafa haft veg og vanda að undirbúningi og utanumhaldi með keppninni frá upphafi.  Eljusemi þeirra og trú á verkefninu á sinn þátt í hversu vel keppninnni hefur verið vel tekið og hversu fljótt hún hefur vaxið. Nánari upplýsingar veitir: Sjöfn Þórðardóttir verkefnastjóriNetfang: sjofn@heimiliogskoli.isS. 562 7472 Gsm. 897-2098

Fleiri fréttir

Vefumsjón