fimmtudagurinn 11. febrúar 2016

Grímuball 2015

Grímuball er alltaf haldið á öskudag í Súðavíkurskóla. Þar hittast allir og flestir í búningum, farið er í leiki og mikið dansað og ekki má gleyma að slá nammið úr kassanum.

Að loknu balli er gengið í hús og maskað, þar fá allir greitt í nammi fyrir fallegan söng. Mikil spenna ríkir um búninga en allt er þetta nú gert í glensi og gamni.

Fleiri fréttir

Vefumsjón