miđvikudagurinn 28. maí 2008

Gróđursetning, grill og skólaslit

Föstudaginn 30. maí n.k. mæta nemendur í skólann kl.9:00, þá verður farið upp í hlíðina fyrir ofan nýja þorpið og gróðursettar tæpar 200 plöntur. Allir nemendur og starfsmenn skólans eiga eitt tré sem merkt er með nafnspjaldi, það tré er mælt og skráð í trébók skólans en einnig er hreinsað frá plöntum. Að þessu loknu er farið í skólann og grillaðar pylsur og farið í leiki.
Skólaslit Súðavíkurskóla verða haldin á sal skólans og hefjast kl.17:00 allir hjartanlega velkomnir.

Skólastjóri

Fleiri fréttir

Vefumsjón