fimmtudagurinn 6. júní 2013

Heimsókn til Bolungarvíkur

Nemendur og starfsmenn Súðavíkurskóla fóru í heimsókn í grunnskólann í Bolungarvík. Þar var vel tekið á móti okkur og búið að skipuleggja ratleik. Öllum nemendum var skipt niður í hópa og var ein þrautin að finna fjársjóð í skóginum. Nemendur frá Súðavíkurskóla fundu fjársjóðinn og vakti það mikla gleði. Síðan voru ýmsar þrautir leystar í blíðskaparveðri. Þá var okkur boðið í mat og síðan haldið heim. Við þökkum öllum í grunnskóla Bolungarvíkur fyrir frábærar móttökur og samveru. Takk kærlega fyrir okkur:)

Fleiri fréttir

Vefumsjón