Kartöflugarðar - Skólagarðar 2018
Á loka dögum þessa skólaárs vorum við búin að ákveða að búa til kartöflugarða fyrir nemendur og fjölskyldur þeirra. Allir nemendur og starfsmenn skólans tóku þátt og búnir voru til 25 litlir garðar inn á Melum. Hver garður er merktur nafni/nöfnum nemenda og starfsmanna, þannig að ekki fer á milli mála hver á hvaða garð. Það þurfti að stinga upp, reita órækt í burtu, sem og stórum steinum. Síðan var hægt að setja niður kartöflur og rófur og bera áburð yfir allt saman. Þetta tókst ótrúlega vel, þar sem allir hjálpuðust að og voru glaðir og sáttir við dagsverkið sitt. Í sumar ætlar hver fjölskylda að sjá um sinn garð og spennandi verður að sjá uppskeruna í haust.