mánudagurinn 10. október 2016

Litla íţróttahátíđin

Föstudaginn 7. október var nemendum 1. - 7. bekkjar boðið á íþróttahátíð á Þingeyri. Þetta er árlegur viðburður þar sem nemendur fámennu skólanna á norðanverðum Vestfjörðum hittast og eiga saman skemmtilegan dag við óhefðbundna leiki og fjör. Í þetta sinn taldi hópurinn rúmlega 80 börn og eins og nærri má geta var gífurlegt fjör. Áður en brunað var heim fengu allir pizzusneiðar til að seðja hungrið. Þess má geta að Súðavíkurskóli hélt íþróttahátíðina í fyrra sem tókst með ágætum, en skólarnir skiptast á að halda hana.

Fleiri fréttir

Vefumsjón