ţriđjudagurinn 24. maí 2016

Loka dagar í skólanum

Nú styttist í skólaslit Súðavíkurskóla. En áður en það gerist verður farið í sundferð inn í Reykjanes fimmtudaginn 26.maí n.k. Nemendur mæta í skólann á venjulegum tíma og taka með sér sundföt og létt nesti. Hádegismatur verður á staðnum. Föstudagurinn 27.maí er fyrirhuguð útivist en miðað við veðurspá þá erum við með plan B hérna innandyra.  Mánudaginn 30.maí er starfsdagur kennara og frí hjá nemendum. Þriðjudaginn 31.maí eru foreldraviðtöl nánari tímasetning verðu send heim með hverjum nemanda. 

Skólaslit Súðavíkurskóla verða miðvikudaginn 1.júní á sal skólans klukkan 16:00 og eru allir hjartanlega velkomnir.

Fleiri fréttir

Vefumsjón