ţriđjudagurinn 5. desember 2006

Mögnuđ vatnsveita! - Sýning í Álftaveri

Á ţaki dćluhússins
Á ţaki dćluhússins

Nemendur 4. - 5. bekkjar hafa, ásamt kennara sínum, verið að rannsaka hina stórmerkilegu vatnsveitu Súðavíkur. Vatnsveitan er afar sérstæð vegna þess að neðanjarðar er stór berggangur (stærri en Kínamúrinn segja börnin) sem virkar eins og stífla og safnar vatni úr jarðlögum. Þessu hreina og góða vatni er síðan dælt upp í risastóran safntank sem grafinn er jörð. Nú þurfa Súðvíkingar ekki lengur súpa seyðið af fuglaskít og öðru verra sem gjarnan má finna í yfirborðsvatni.

Ef þurrt hefur verið í veðri og vatnsrennslið úr hlíðinni því ekki nægjanlegt , er móður náttúru hjálpað aðeins með því að dæla vatni úr Eyrardalsánni í jarðlögin. Berggangurinn varnar því að vatnið safnist til sjávar og Súðavíkingar fá því frábært drykkjarvatn. Áður fyrr var vatnið tekið úr stíflu í ánni, og segja gárungar að stundum hafi sauðfé og aðskiljanlegir fuglar tapað lífinu í þeirri góðu stífluþró. Af þessu supu svo Súðvíkingar seyðið enda með afbrigðum magahraust fólk. En nú er semsagt öldin önnur.

Fleiri fréttir

Vefumsjón