föstudagurinn 24. febrúar 2017

Naglarnir sigra

Harđsnúiđ liđ Súđavíkurskóla
Harđsnúiđ liđ Súđavíkurskóla

Lið starfsfólks Súðavíkurskóla vann í sínum riðli í Lífshlaupinu og ekki í fyrsta sinn. Liðið Naglarnir var skipað harðsnúinni sveit kvenna sem þrælaðist upp um fjöll og út um allar koppagrundir til að ná þessu markmiði. Að auki var stunduð líkamsrækt þrisvar í viku auk jóga. Oft hefur þorrablót Súðvíkinga lent á sama tíma og Lífshlaupið og þá hafa starfsmenn ekki vikið að dansgólfinu til að fá sem mest út úr hreyfingunni. Í þetta sinn er Góugleði í Súðavíkinni og því þurftu starfsmenn að vera duglegir að finna upp á hreyfingu í staðinn fyrir ballið góða. Því lengdust göngutúrar og önnur útivist - enda ekki amarlegt að ganga í veðurblíðunni sem verið hefur upp á síðkastið. Til hamingju starfsfólk.

Fleiri fréttir

Vefumsjón