miðvikudagurinn 18. september 2019
Norrænaskólahlaupið
Hið árlega norrænaskólahlaup verður haldið í dag og verður með breyttu sniði að þessu sinni. Nemendur frá Súðavík, Bolungarvík og Ísafjarðarbæ, sameinast á Ísafirði og hlaupa mismunandi vegalengdir eða 2,5 km, 5 km, eða 10 km. Fulltrúar frá ÍSÍ koma vestur og verða með fyrirlestur um hreyfingu, hollustu osfrv. Allir nemendur Súðavíkurskóla ætla að taka þátt og eru spennt og kát fyrir verkefninu.
Skólastjóri