föstudagurinn 22. mars 2013

Nótunni lokiđ

Hin frábæra tónlistarhátíð "Nótan" var haldin laugardaginn 16.mars sl í tónlistarskóla Ísafjarðarbæjar. Þar voru nemendur frá sex tónlistarskólum af Vestfjörðum og Vesturlandi sem tóku þátt og komu frá Akranesi, Bolungarvík, Borgarbyggð, Ísafirði, Stykkishólmi og Súðavík. Atriði frá Ísafirði vann að þessu sinni og óskum við þeim innilega til hamingju. Nemendum frá Súðavíkurskóla óska ég innilega til hamingju með frábæran árangur á Nótunni, þið þorðuð - gátuð - og vilduð og það þarf kjark til að keppa við þá bestu. Þá þakka ég tónlistarkennurum mínum innilega fyrir allt sem þeir lögðu á sig til þess að gera þetta að veruleika fyrir nemendurna. Eggert Nielson og Jóhanna Rúnarsdóttir án ykkar hefði þetta aldrei orðið að veruleika, kærar þakkir og til hamingju með krakkana okkar.

 

Fleiri fréttir

Vefumsjón