ţriđjudagurinn 20. febrúar 2007

Ný dagsetning á ţorrablót

Þorrablótið sem vera átti þann 8. febrúar sl. hefur nú fengið nýja dagsetningu, en það verður haldiðþriðjudaginn 27. febrúar kl. 17.00.  Enn hafa veikindi sett strik í reikninginn, en við búumst við að allir verði komnir í góðan gír og geti æft eitthvað fyrir þennan dag.

 

Einnig hefur verið fundin ný dagsetning fyrir árshátíð, þar sem afar stutt yrði annars milli þorrablóts og árshátíðar.  Mánudagurinn 30. apríl kl. 17.00 teljum við henta vel þar sem vinir okkar frá Færeyjum verða komnir í heimsókn og þá geta þeir einnig notið skemmtiatriða sem á boðstólnum verða.  Við munum hins vegar auglýsa árshátíðina betur þegar nær dregur. 

Fleiri fréttir

Vefumsjón