miđvikudagurinn 5. desember 2012

Síđustu dagar fyrir jólafrí

 

Hérna kemur dagskrá fyrir síðustu dagana fyrir jólafrí!

 

Fimmtudagurinn 6.des eru tímapróf, 1.-3.bekkur er í samfélagsfæði. 5.-6.bekkur er í enskuprófi og 7.-10.bekkur í dönsku.

Föstudagurinn 7.des eru tímapróf, 1.-3.bekkur er í náttúrufræði, 5.-6.bekkur í samfélagsfræði og 7.-10.bekkur í náttúrufræðiprófi.

Mánudagurinn 10.des er 1.-3.bekkur í lestrarprófi, 5.-6.bekkur í lestrarprófi og stærðfræðiprófi, 7.-10.bekkur í ensku.

Þriðjudagurinn 11.des er 1.-3.bekkur í stærðfræðiprófi, 5.-6.bekkur í náttúrufræðiprófi og Unglingarnir 7.-10.bekkur er með þennan dag sem prófdag og eru í stærðfræði, þeir nemendur fara heim að loknu prófi.

Miðvikudagurinn 12.des er prófdagur sem þýðir að allir nemendur skólans eru í íslenskuprófum og fara heim að loknu prófi.

Fimmtudaginn 13.des er jólaföndurdagur þar sem allir eru að skrifa jólakort og búa til skraut og skreyta.

Eftir 13.des lýkur bæði morgunmat og hádegismat.

 

Mánudaginn 17.des eru foreldraviðtöl (sjá tímatöflu sem fer heim) seinnipartinn þennan dag er hið árlega jólagrín þar sem nemendur skemmta foreldrum og öðrum með ýmsum uppákomum. (nánar auglýst heim)

 

Þriðjudaginn 18.des mæta nemendur í skólann klukkan 10:00 og þá eru Litlu jólin (nánar auglýst heim)

Dægrardvöl lýkur 18.desember. Síðasti dagur á leikskólanum er 21.desember. Skólinn hefst aftur 3.janúar 2013

JÓLAFRÍ 19.DES - 3. JAN   GRUNNSKÓLA- OG TÓNLISTARDEILD, LEIKSKÓLINN ER LOKAÐUR MILLI HÁTÍÐA OPNAR 3.JAN

 

Skólastjóri

 

Fleiri fréttir

Vefumsjón