föstudagurinn 29. maí 2015

Skipulag vordaga í júní

Mánudagurinn 1. júní – starfsdagur kennara

Frí hjá nemendum.

 

Þriðjudagurinn 2. júní -foreldraviðtöl

Nemendur mæta samkvæmt tímatöflu með foreldrum sínum í viðtal til bekkjarkennara.  

 

Miðvikudagurinn 3. júní – ferð inn í Reykjanes

Mæting í skólann samkvæmt stundaskrá. Allir sameinast í rútu og haldið verður inn í Reykjanes þar sem farið verður í sund. Nemendur þurfa að hafa með sér sundföt og handklæði og einnig þarf að taka með sér hollt og gott nesti í rútuferðina. Í hádeginu ætlum við að grilla og leika okkur áður en við leggjum af stað til baka. Í bakaleiðinni verður stoppað við á Litla – Bæ.  Áætluð heimkoma er á bilinu kl. 15:00 – 15: 30.

 

Fimmtudagurinn 4. júní. – Skólaslit kl 16:30 á sal skólans. Allir hjartanlega velkomnir.

Fleiri fréttir

Vefumsjón