föstudagurinn 31. október 2008

Spilavist

Nemendur 6.-10. bekkjar æfðu sig í félagsvist í morgun.  Nemendur voru áhugasamir og hlakka til að geta tekið þátt í almennri félagsvist í þorpinu.  Við gerum ráð fyrir að næsta æfing í spilamennskunni hjá okkur verði föstudaginn 7. nóvember klukkan 9:45.  Ef einhverjir íbúar þorpsins eiga lausa stund og vilja koma og vera með okkur eru þeir velkomnir.

Fleiri fréttir

Vefumsjón