mánudagurinn 23. mars 2009

Stóra upplestrarkeppnin

Á hverju ári er haldin "Stóra upplestrarkeppnin"  þar sem nemendur úr 7. bekk frá öllum grunnskólum landsins taka þátt. Súðavíkurskóli átti einn keppanda að þessu sinni og það var hann Slavyan Yordanov Yordanow. Keppnin fór fram sl. föstudagskvöld í Hömrum þar sem keppendur frá öllum grunnskólum á Vestfjörðum tóku þátt. Slavyan stóð sig með mikilli prýði og lenti í öðru sæti í keppninni en kosið er í 3 fyrstu sætin.
Ég vil fyrir hönd Súðavíkurskóla óska Slavyani hjartanlega til hamingju með þennan frábæra árangur, hann er skólanum til mikils sóma.

Skólastjóri

Fleiri fréttir

Vefumsjón