mánudagurinn 4. apríl 2011

Súđavíkurskóli sigursćll

Nemendur Súðavíkurskóla gerðu sér lítið fyrir og unnu fyrstu verðlaun í Lífshlaupinu annað árið í röð. Þeir lögðu hart að sér alla daga vikunnar og uppskáru eins og þeir sáðu. Þá tóku starfsmenn þátt í fyrsta skiptið og urðu í öðru sæti fmeð flesta daga og í þriðja sæti fyrir flestar mínútur undir flokknum, fyrirtæki með 1-19 starfsmenn.
Það urðu mikil fagnaðarlæti í skólanum þegar tilkynningar bárust frá ÍSÍ og í tilefni þessa bauð Súðavíkurhreppur öllum uppá drykki og kökur. Þá fékk Súðavíkurskóli 100.000.-krónur hvatningarverðlaun frá Súðavíkurhreppi. Við þökkum kærlega fyrir okkur og reynum að standa okkur eins vel að ári.

Fleiri fréttir

Vefumsjón