Ţorrablót Súđavíkurskóla 2016
Hið árlega þorrablót Súðavíkurskóla var haldið með pomp og prakt sl föstudag á sal skólans. Foreldrar sem kosnir eru bekkjarfulltrúar sjá um að koma þessari skemmtun á laggirnar með nemendum og eiga mikið hrós skilið fyrir góða vinnu. Nemendur skólans sáu um skemmtiatriði sem voru hreint út sagt frábær. Leikskólanemendur riðu á vaðið og sungu og síðan komu grunnskóla-nemendur með nokkra leikþætti. Að lokum sungu nemendur úr tónlistarskólanum frumsamið lag. Foreldrar og gestir nutu matar síns og sungu nokkur lög á meðan borðhaldi stóð. Ekki var annað að sjá en að allir skemmtu sér konungleg, myndir af blótinu eru komnar inn á síðuna í almbúið Þorrablót. Allir sem komu að blótinu fá innulegustu þakkir fyrir frábæra skemmtun.