Að færa umræðu um gildi út í samfélagið
17. apríl sl. var haldin ráðstefna á vegum Skólaþróunarsviðs hug- og félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri. Hún bar heitið "Að efla manneðlið í heild sinni - lýðræðislegt samstarf í skólastarfi, sjálfstæð hugsun nemenda og hæfni til samstarfs við aðra". Á þessari ráðstefnu átti Súðavíkurskóli tvo fulltrúa sem fluttu erindi sitt á málstofu og nefndu það "Að færa umræðu um gildi út í samfélagið - Hefur það eitthvað með lýðræði að gera?"
Ástæða þessa erindis má rekja til foreldrafærni námskeiðs sem þessir fulltrúar héldu í febrúar sl, fyrir alla foreldra í Súðavík. Erindi þetta er birt í heild sinni undir tenglinum SKRÁR hér til vinstri sem og niðurstöður spurningalista sem lagður var fyrir foreldra á námskeiðinu. Fulltrúar skólans voru Anna Lind og Jóna og voru þær hæstánægðar með málstofuerindið.