Ágćtis árangur í skólaţríţraut FRÍ og Iceland Express
Mjög góður árangur náðist hjá nokkrum nemendum Súðavíkurskóla í skólaþríþraut FRÍ og Iceland Express sem fram fór fyrr í vor. Þrautin fór fram með þeim hætti að allir nemendur 5. og 6. bekkjar skólans voru mældir í þremur greinum og árangur reiknaður út frá því. Greinarnar voru eftirfarandi: 120 m hlaup, hástökk og kúluvarp (2 kg. kúla).
Þátttaka var mjög góð á landsvísu en alls tóku um 40 skólar þátt í þessari keppni. Nálgast má nánari upplýsingar um keppnina hér eða á vefFrjálsíþróttasambands Íslands og smellið á skólaþríþraut.
Bestum árangri hjá okkur náðu eftirfarandi nemendur:
5. bekkur stúlkur; Hrafnhildur Líf (1927 stig), 45. sæti af 287 keppendum.
5. bekkur pilta; Jón Arnór (2351 stig), 20. sæti af 316 keppendum.
Egill Bjarni (2255 stig), 36. sæti af 316 keppendum.
6. bekkur stúlkur; Tinna Rún (1916 stig), 44. sæti af 228 keppendum.
6. bekkur pilta; Þórir Garibaldi (2180 stig), 24. sæti af 251 keppanda.
Það er því alveg ljóst að við í Súðavíkurskóla höfum nokkrar upprennandi frjálsíþróttastjörnur á okkar snærum.