ţriđjudagurinn 24. apríl 2007

Árshátíđ

Frestuð árshátíð Súðavíkurskóla verður loks haldin mánudaginn 30. apríl kl. 17.00 í samkomuhúsinu. Boðið verður upp á skemmtilega dagskrá auk þess sem foreldrafélagið sér um glæsilegar veitingar að venju. Aðgangseyrir er 700 kr. fyrir 16 ára og eldri, 300 kr. fyrir 6-15 ára en frítt fyrir yngri en 6 ára og ellilífeyrisþega. Við vonum að sjálfsögðu að sem flestir sjái sér fært að mæta, því það verður glimrandi stemning. Nemendur 6.-7. bekkjar Fuglafjarðarskóla í Færeyjum verða viðstaddir, en þeir koma í heimsókn á sunnudaginn og verða fram til miðvikudags. Það er ætlun okkar að gera heimsókn þeirra sem ánægjulegasta, því þeir tóku svo sannarlega vel á móti okkur þegar við heimsóttum þá árið 2005.

Fleiri fréttir

Vefumsjón