miđvikudagurinn 18. apríl 2012
Árshátíđ Súđavíkurskóla
Árshátíð Súðavíkurskóla verður haldin laugardaginn 21.apríl n.k. klukkan 14:00 í Samkomuhúsinu. Að þessu sinni verður sýnt frumsamið leikrit sem kallast Álftafjarðarsúðavikurkaupfélagið og virkilega vert að sjá.
Að sýningu lokinni verður kaffi og veitingar í Súðavíkurskóla í boði foreldra.
Verð fyrir sýningu og kaffihlaðborð er einugis 700.-kr fyrir grunnskólanemendur, 1500,-kr fyrir fullorðna og frítt fyrir leikskólabörn og ellilífeyrisþega.
Allir hjartanlega velkomnir og munið "Sjón er söguríkari"
Skólastjóri