Árshátíđ Súđavíkurskóla
Næsta laugardag 5.mars verður árshátíð Súðavíkurskóla haldin í Samkomuhúsinu. Að þessu sinni sýnum leikritið um Andvaka kóngsdótturina eftir Þórunni Pálsdóttur, sem hefur verið aðlagað fyrir okkar skóla. Sýningin hefst klukkan 14:00 og er áætlaður sýningatími tæp klukkustund, allir nemendur skólans koma að sýningunni og hafa lagt mikið kapp á æfingar og allan undirbúning. Að sýningu lokinni býður foreldrafélagið upp á kaffihlaðborð á sal skólans. Aðgangseyrir fyrir sýningu og kaffihlaðborð er frítt fyrir leikskólabörn, 700.-kr fyrir grunnskólanemendur og 2000.-kr fyrir fullorðna. Ágóðinn rennur til nemendafélags skólans. Þar sem ekki verður boðið upp á kortagreiðslu eru allir beðnir að muna eftir pening til að greiða aðgangseyri.
Allir hjartanlega velkomnir