fimmtudagurinn 14. mars 2013

Árshátíđ lokiđ

Laugardaginn 9.mars sl var árshátíð Súðavíkurskóla haldin í Samkomuhúsinu. Að þessu sinni var sýnt leikritið "Ævintýraskógurinn" eftir Ásthildi Cesil, sem var útfært fyrir okkar skóla. Nemendur fóru á kostum og allt tókst frábærlega vel. Ég óska nemendum og starfsmönnum skólans til hamingju með þetta frábæra verk. Þá var boðið upp á kaffihlaðborð inn í skóla að árshátíð lokinni. Þar voru borð að svigna undan hnallþórum og öðru góðgæti sem foreldrar höfðu snarað fram af sinni einskærri snilld. Kærar þakkir foreldrar góðir fyrir ykkar framlag, þetta var alveg frábært í alla staði.

Fleiri fréttir

Vefumsjón