miđvikudagurinn 14. apríl 2010
Árshátíđin
Nú er nýafstaðin árshátíð Súðavíkurskóla en hún var haldin með pomp og prakt í Samkomuhúsinu 10. apríl sl og að henni lokinni var boðið upp á kaffi og kökuhlaðborð í skólanum. Að þessu sinni var leikritið Kardimommubærinn leikið af mikilli snild og tóku allir nemendur skólans þátt. Foreldrar sáu um kaffiveitingarnar. Þetta tókst með afburðum vel og verður leikritið sett á mynddisk sem nemendur koma til með að selja á sanngjörnu verði.
Ég óska nemendum og öllum þeim sem komu að þessari uppákomu hjartanlega til hamingju með gott verk.
Skólastjóri