miðvikudagurinn 22. apríl 2009
Bekkjarferð 6.-7.bekkjar
Síðasta laugardag (18.sl) fóru bekkjarfulltrúar 6. og 7. bekkjar þær Sigurdís og Anne Berit, með krakkana til Þingeyrar. Þar var m.a. farið á reiðnámskeið og í sund. Á leiðinni heim aftur voru nokkrar brekkur prufukeyrðar á snjóþotum. Krökkunum þótti ferðin frábær í alla staði. Frábært framtak hjá bekkjarfulltrúunum.