föstudagurinn 18. maí 2012

Blátt áfram međ sýningu

Miðvikudaginn 16.maí sl, fengu nemendur Súðavíkurskóla heimsók frá Blátt áfram. Það voru þær Hallveig Thorlacius og Helga Arnalds sem stjórnuðu brúðum í leikþættinum "Krakkarnir í hverfinu,,

Krakkarnir í hverfinu, er leikþáttur þar sem brúður eru notaðar til að fræða börnin um líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi. Fræðslan felst í því að brúðurnar ræða saman um það sem þær hafa lent í.

Að þessu sinni er sýningin fjármögnuð af þremur ráðuneytum – menntamála- velferðar- og innanríkisráðuneyti. Svo hafa landsmenn verið að leggja okkur lið með kaupum á diskum, ljósum og ýmsu öðru stuðningi. Faglegur stuðningur við Krakkana í hverfinu fékkst frá Barnahúsi og félagsþjónustunni í Reykjavík. 

 

Fleiri fréttir

Vefumsjón