ţriđjudagurinn 5. febrúar 2008
Bolludagur
Mánudaginn 4. feb. sl. eða á Bolludaginn mætti heimilisfræðikennarinn (Lilja Ósk) snemma í skólann til að baka bollur fyrir alla. Hún fékk nokkra til liðs við sig og m.a. voru það skólastjórinn, leikskólastjórinn ásamt nemendum 0.-3.bekkjar og kennara þeirra hana Halldóru. Allt þetta lið bakaði bollur með öllu tilheyrandi og var síðan öllum boðið upp á bollur í morgunmatshléinu, en að sjálfsögðu var einnig hægt að fá sér hefðbundinn morgunverð.
Þetta tókst afskaplega vel og voru allir ánægðir með þessa uppákomu sem vonandi verður árlega héðan í frá:)