fimmtudagurinn 31. maí 2012

Bolvíkingar í heimsókn

Í bongóblíðu í gær 30.maí tóku nemendur og starfsmenn Súðavíkurskóla á móti vinum sínum úr Grunnskólanum í  Bolungarvík. Þetta var flottur hópur nemenda og starfsmanna um 100 manns. Farið var í hinn frábæra og fallega Raggagarð þar sem nemendum beggja skóla var blandað saman og skipt í 3 hópa. Síðan tók hver hópur þátt í  a) stöðvavinnu og leikjum, b) frásögn og fræðslu um snjóflóðin 1995, c) söng í Samkomuhúsinu sem var tekinn upp á disk. Að lokum fengu nemendur frjálsan leik í Raggagarði og starfsmenn skólanna grilluðu pylsur fyrir alla. Þetta tókst frábærlega vel og allir afskaplega ánægðir með daginn. Kærar þakkir fyrir komuna og verið velkomin aftur.

 

 

Fleiri fréttir

Vefumsjón