miđvikudagurinn 23. maí 2007

Dagskráin í skólalok

Þá fer senn að líða að lokum þessa skólaárs og nemendur orðnir ólmir að komast út í þetta yndislega sumar! Dagskráin á næstunni verður á þann hátt að á föstudaginn 25. maí verður starfsdagur kennara og því frí hjá nemendum. Mánudagur 28. maí er frídagur einnig eins og gefur að skilja en foreldraviðtöl verða síðan þriðjudaginn 29. maí. Nemendur hafa nú þegar fengið upplýsingar á miða um það hvenær þeir skulu mæta ásamt foreldrum sínum.

 

Miðvikudagurinn 30. maí er leikjadagur og þá eiga nemendur að mæta stundvíslega í skólann kl. 09.00. Ætlunin er að byrja á að horfa á leikritið Skrímsli í uppfærslu Elvars Loga en að því loknu verður farið í skemmtilega leiki, grillað og ýmislegt til gamans gert. Það skal tekið fram að síðasti dagur mötuneytis er fimmtudagurinn 24. maí og því verða nemendur að vera búnir að fá sér morgunmat áður en þeir koma í skólann á leikjadegi. Skólaslit og afhending einkunna fer síðan fram fimmtudaginn 31. maí kl. 17.00. Með glimrandi sumarkveðju, kennarar Súðavíkurskóla

Fleiri fréttir

Vefumsjón