mánudagurinn 16. nóvember 2015

Dagur íslenskrar tungu

Í dag höldum við upp dag íslenskrar tungu á afmælisdegi Jónasar Hallgrímssonar skálds. Í tilefni þess koma allir nemendur saman á sal þar sem við syngjum saman og hlustum á upplestur á ýmsu efni. Í dag byrjuðu leilkskólanemar á að taka lagið og síðan lásu allir nemendur skólans upp efni að eigin vali. Það fellst mikill lærdómur í því að koma fram fyrir framan aðra og að sitja kyrr og hlusta. Til hamingju með daginn.

Fleiri fréttir

Vefumsjón