mánudagurinn 12. mars 2012

Efnilegir fótboltmenn í Súđavík

 

 

 

Laugardaginn 10.mars sl, komu þeir Sigurðu Ragnar Eyjólfsson þjálfari kvennalandsliðs Íslands og Guðlaugur úr stjórn KSÍ í heimsókn á norðanverða Vestfirði.

Halldór Jónbjörnsson þjálfari í Súðavík á allan heiðurinn að hafa fengið þá félaga vestur til að vera með æfingar og fyrirlestur fyrir alla fótboltaiðkendur. Þeir byrjuðu með æfingar á laugardagsmorguninn og fyrirlestur í framhaldi af þeim. Um hádegið var þeim boðið í hádegismat af Ungmennafélaginu Geisla. Allir voru hæst ánægðir með daginn og þökkum við kærlega fyrir okkur.

Fleiri fréttir

Vefumsjón