föstudagurinn 23. janúar 2015

Eigi stjörnum ofar ...

Ljósaröðin við Súðavíkurkirkju
  - Mynd: Þ. Haukur Þorsteinsson
Ljósaröðin við Súðavíkurkirkju - Mynd: Þ. Haukur Þorsteinsson
1 af 2

Miðvikudaginn 21. janúar gaf loks til minningarstundarinnar okkar hér í skólanum, um þá sem létust í snjóflóðinu fyrir 20 árum síðan. Það var hægur andvari og frost þegar við röltum út að kirkjunni og tendruðum friðarljós á kirkjugarðsveggnum. Hver einasta sál í skólanum fékk sitt ljós og það varð glæsileg ljósaröðin í morgunbirtunni, eins og sjá má á myndum ÞHÞ.
Svo sungum við: Eigi stjörnum ofar

 

Eigi stjörnum ofar / á ég þig að finna, / meðal bræðra minna / mín þú leitar, Guð.

 

Nær en blærinn, blómið, / barn á mínum armi, / ást í eigin barmi, / ertu hjá mér, Guð.

 

Hvar sem þrautir þjaka, / þig ég heyri biðja: / Viltu veikan styðja, / vera hjá mér þar?

 

Já, þinn vil ég vera, / vígja þér mitt hjarta, / láta ljós þitt bjarta / leiða, blessa mig.

Fleiri fréttir

Vefumsjón