miđvikudagurinn 28. maí 2008
Ferđ í Reykjanes
Í dag miðvikudaginn 28.maí mæta nemendur með foreldrum sínum í foreldraviðtöl í skólanum, áætlað er að þeim ljúki fyrir hádegi. Kl.13:00 fara allir nemendur skólans ásamt kennurum inn í Reykjanes. Farið verður sjóleiðina og gist þar eina nótt. Það er mikil stemming fyrir ferðinni og ekki skemmir veðurblíðan fyrir. Það er vonandi að allir skemmti sér vel en áætluð heimkoma er fyrir hádegi á morgun.
Skólastjóri